top of page
_Q8A1693-2.jpg

TKM HÖNNUN EHF

Starfsmenn TKM hönnunar hafa áratuga reynslu af störfum á verkfræðistofum við hönnun raf- og lýsingarkerfa, gerð útboðsgagna, forritun stýrikerfa, eftirliti á verkum ásamt annarri tengdri ráðgjöf. Þeir hafa mikla reynslu af vinnu á verkstað ásamt þekkingu á faglegum vinnubrögðum og gæða eftirliti.

Sérhæfing TKM:

 • Lágspennu- og smáspennukerfi (s.s. bruna- öryggis- og fjarskiptakerfi) í allar gerðir mannvirkja.

 • Lýsingarkerfi jafnt innan- sem utandyra. Svæðis- og öryggislýsing fyrir hafnir og önnur samgöngumannvirki.

 • Stjórnkerfi fyrir iðnað. Ráðgjöf, hönnun, forritun, útboð, öryggismál ásamt kennslu, innleiðingu og úttektum.

 • Hússtjórnarkerfi. Ráðgjöf, hönnun, forritun, útboð, kennsla, innleiðing og úttektir.

 • Rafkerfi fyrir hafnir og landtengingar skipa.

 • Varaafl - rafstöðvar og UPS. Ráðgjöf, hönnun, útboð og innleiðing.

 • Gerð og rýni útboðsgagna, verklýsinga og kostnaðaráætlana.

 • Verkefnastjórnun og kostnaðargát vegna framkvæmda, ásamt tímaáætlana- og samningagerð.

Dæmi um mannvirki/staði sem starfsmenn TKM hafa þjónustað á undanförnum árum:

 • Menntaskólar, háskólar og grunnskólar.

 • Sundlaugar og íþróttamannvirki.

 • Listasöfn og leikhús.

 • Skrifstofuhúsnæði, stofnanir,  lögreglustöðvar.

 • Sjúkrahús (s.s. skurðstofur), heilsugæslustöðvar og lyfjaiðnaður.

 • Sjávarútvegur (s.s. vinnslustöðvar, frystihús,  fiskimjölsverksmiðjur o.fl.).

 • Matvælaiðnaður (s.s. mjólkurbú, bakarí, kjötvinnslur).

 • Jarðgöng og samgöngumannvirki.

 • Hafnarmannvirki og landtengingar.

 • Ýmis verkefni erlendis, s.s. í Noregi, Danmörku, Grænlandi, Dubai og víðar.

 

Markmið okkar er að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu og með áratuga reynslu í farteskinu, teljum við okkur vita hvað þarf til. Við erum til þjónustu reiðubúnir.

bottom of page