Tæknikerfi mannvirkja

UM OKKUR
Starfsmenn TKM hönnunar hafa áratuga reynslu af störfum á verkfræðistofum við hönnun raf- og lýsingarkerfa, gerð útboðsgagna, forritun stýrikerfa, eftirliti á verkum ásamt annarri tengdri ráðgjöf. Þeir hafa mikla reynslu af vinnu á verkstað ásamt þekkingu á faglegum vinnubrögðum og gæða eftirliti.
Sérhæfing TKM:
Lágspennu- og smáspennukerfi (s.s. bruna- öryggis- og fjarskiptakerfi) í allar gerðir mannvirkja.
Lýsingarkerfi jafnt innan- sem utandyra. Svæðis- og öryggislýsing fyrir hafnir og önnur samgöngumannvirki.
Stjórnkerfi fyrir iðnað. Ráðgjöf, hönnun, forritun, útboð, öryggismál ásamt kennslu, innleiðingu og úttektum.
Hússtjórnarkerfi. Ráðgjöf, hönnun, forritun, útboð, kennsla, innleiðing og úttektir.
Rafkerfi fyrir hafnir og landtengingar skipa.
Varaafl - rafstöðvar og UPS. Ráðgjöf, hönnun, útboð og innleiðing.
Gerð og rýni útboðsgagna, verklýsinga og kostnaðaráætlana.
Verkefnastjórnun og kostnaðargát vegna framkvæmda, ásamt tímaáætlana- og samningagerð.
Dæmi um mannvirki/staði sem starfsmenn TKM hafa þjónustað á undanförnum árum:
Menntaskólar, háskólar og grunnskólar.
Sundlaugar og íþróttamannvirki.
Listasöfn og leikhús.
Skrifstofuhúsnæði, stofnanir, lögreglustöðvar.
Sjúkrahús (s.s. skurðstofur), heilsugæslustöðvar og lyfjaiðnaður.
Sjávarútvegur (s.s. vinnslustöðvar, frystihús, fiskimjölsverksmiðjur o.fl.).
Matvælaiðnaður (s.s. mjólkurbú, bakarí, kjötvinnslur).
Jarðgöng og samgöngumannvirki.
Hafnarmannvirki og landtengingar.
Ýmis verkefni erlendis, s.s. í Noregi, Danmörku, Grænlandi, Dubai og víðar.
Markmið okkar er að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu og með áratuga reynslu í farteskinu, teljum við okkur vita hvað þarf til. Við erum til þjónustu reiðubúnir.